Friday, March 09, 2007

skartgripa hippa blanda.

Í dag fór ég í síðasta söngtímann minn, í bili. Kennarinn var mjög ánægður með mig:-) og náði ég m.a að læra raga sem er ákveðin tegund af söng á met tíma. Hlýt að hafa verið indversk í fyrra lífi. Ég og Víðir klárðuðum einnig í dag mjög skemmtilegt námskeið "color meditation" hjá yndislegum kennara. Við hugleiðum í byrjun tímans. Notum tíbeska tækni. Síðan þegar við opnum augun eftir ca 20 min er kennarinn búinn að setja liti og blöð fyrir framan okkur. hann spilar allskyns músík á meðan og við teiknum og málum og málum og teiknum örugglega í ca klukkutíma. Að lokum er farið í slökun þar sem hann notar " singing bowl" sem er skál sem slegið er í og þá kemur mjög djúpur hljómur sem stingur sér á kaf í líkamann. Þessi maður er lærður listmálari og ég ætla að taka hann með heim......:-) Ég þarf eiginlega að redda mér flugvél til að flytja allt þetta frábæra fólk heim. Ég fer í síðasta tabla timann á morgun. Ég var einmitt að hugsa um daginn hvað ég er sterk blanda af bæði mömmu og pabba. Ég fékk greinilega einhverja trommuhæfileika frá pabba. Síðan er mjög fyndið hvað ég er glysgjörn. Ég er alveg sjúk í skartgripi sem glitra og ljóma. Einnig föt sem glitra, pallíéttur og fleira. Mamma var einmitt mikið fyrir að skreyta sig og gera sig fína. Ég er nú samt heldur meiri hippi í mér sem ég held að hafi fæðst í Hallormsstaðarskógi. Tré hafa undursamleg áhrif á fólk. Á þriðjudaginn er ferðinni heitið til Auroville. Þar eru mjög góðir ashtanga yoga kennarar. Auroville er mjög sérstakur staður þar sem fólk allstaðar að úr heiminum býr í sátt og samlyndi. Skrifa þaðan næst.

2 Comments:

At March 11, 2007 at 7:46 PM, Anonymous Anonymous said...

Einu sinni vörum við pabbi að labba um skólan eina helgi og allt í einu heyrðum við einhvern spila þræl taktfast á settið hans pabba sem stóð uppsett í einni kennslustofunni. Þegar við kíktum inn sást pínulítil stelpa bak við allar trommurnar sem sló takt af mikilli list. Þá varstu ekki gömul og pabbi sagðist aldrei hafa kennt þér neitt.

 
At March 13, 2007 at 11:21 PM, Blogger Vatnsberamamma said...

Hæ Inga
Ég fór í klippingu í dag og stelpan sem var að klippa mig var með hárlengingu, indverk alvöru hár. Ó frekar sorglegt að fátækar konur selji hárið sitt svo hégómafullar konur geti verðið fínar.

Það er svo gaman að lesa bloggið þitt, þetta er algjörlega annar heimur. Það er greinilegt að þú ert að njóta þín í botn, vonandi fyllirðu breiðþotu af indverskum spekingum og alls konar glingri og ferð með til Íslands. Ég skil þessa glysgirni svo vel, ég er svona líka - má ekki sjá trefil með gylltum þræði þá verð ég að eig'ann!

Endalaust mikið knús frá UE

 

Post a Comment

<< Home