Síðasta sunnudag fekk í magann. Þetta er alltaf spurning um tímaspursmál en gerðist ansi snemma núna. Það rann allt í gegn og ég kastaði aðeins upp, ekki mikið samt. Í gær var þetta þannig að það rann bara vatn í geng því ég hafði ekkert borðað í 2 daga. Síðan fór ég á internetstað og eftir smá stund finn ég verk í maganum og stend upp hið snarasta og byrja að hlaupa heim. Náði því miður ekki í tæka tíð. En þetta gerist, þó svo maður sé orðin stór. Maður getur orðið svo lítill í sér þegar maður verður svona veikur og er langt í burtu frá sínum nánustu. Sem betur fer er Einar jógakennari kominn í heimsókn og var til staðar. Það var voða gott. Hann var reyndar líka með í maganum en degi á undan mér.
Ég byrjaði í söngtíma í gær. Mjög athyglisvert. Frábær kennari og söngvari eins og ég var búin að segja frá. Þetta er mjög skemmtileg tækni og gott fyrir mig að læra og heilmikil áskorun. Ég fór í minn annan söngtíma í dag og þá voru komnir áhorfendur. Ég var nú hálffeimin fyrst. Veit ekkert hvað þeim finnst um hvíta stelpu sem er að reyna að syngja eins og Indverji....hahaha. En þetta gekk bara ótrúlega vel og síðan var ég beðin um að syngja vestrænt lag sem ég gerði. Veit ekkert hvað þeim fannst því þeir töluðu svo litla ensku en ég held...að þeim hafi líkað lagið. Ég verð búin að læra heilmikið áður en ég kem heim. Síðan byrjaði ég í dag að læra á tabla. Það var líka mjög gaman og greinilegt að þetta er ævilangt nám. Rosalega flott hvernig er spilað er á þessar trommur. Ég er að sjálfsögðu búin að panta eitt sett. Þetta er svolítið flókið og krefst mikillar samhæfingar. En æfingin skapar meistarann og nú mun ég tromma eins mikið og ég get hér eftir.
Núna finnst mér ég vera lent.
Indland
Dagbók Ingibjargar
4 Comments:
Þetta eru ótrúlega spennandi Indlandsævintýr. En láttu þér batna. Ég fer alltaf að skæla þegar ég gubba, svo ég legg ekki alveg í að fara til Indlands fyrr en ég verð orðin aðeins stærri ;)
Frábært að heyra um sönginn og tónlistina...þvílíkt ævintýri!! Vonandi er þér batnað í maganum..þú ert algjör hetja Inga;)
hæhæ... gaman að heyra að þú ert búin að koma þér fyrir og kominn í tíma sem eru skemmtilegir ;)
vona að þér batni sem fyrst í maganum... svona gerist og þá er bara að fara sér hægt á meðan...
ég verð nú bara hálflítill í mér ef ég verð lasinn hérna heima ... tali nú ekki um þegar maður er einn að ferðast...
nú langar mig mikið til Indlands þegar ég heyri af þér lenntri þarna ... :)
kveðja Billi
Svona gerist nú á bestu bæjum.
Mikið skil ég samt að þú hafir orðið smá lítil í þér, stundum gerist það bara. Þú ert samt ótrúlega hugrökk og mikill töffari að vera svona ein í útlöndum.
Vona að þér sé batnað. Haltu áfram að blogga það er svo gaman að lesa um ævintýrin þín :)
Knús Unnur (mágkona hehe)
Post a Comment
<< Home