Saturday, February 03, 2007

Mysore febrúar 2007

Ég er komin til Mysore, er búin að koma mér vel fyrir og farin að aðlagast nýrri tímasetningu. Ég flaug beint til Bangalore og þar tók á móti mér hann Kumar sem hefur verið mér innan handar þegar ég þarf að fá bílstjóra til að keyra mig til Mysore. Ég var búin að segja honum að ég vildi fara beinustu leið frá flugvellinum til Mysore enn.....hann fór samt sem áður með mig og aðra stelpu frá bretlandi sem slóst með í för, heim til sín í kaffi. Við vorum svosum alveg til í góðan kaffibolla til að vekja okkur aðeins því klukkan var rúmlega 6 að morgni. Við komum inn og hann vekur konuna sína sem staulaðist fram úr í náttkjólnum sínum og lagaði dísætt kaffi handa okkur. Hálftíma seinna vorum við lagðar aftur af stað. Þegar komið var til Mysore tók við það verkefni að finna herbergi til leigu. Yfirleitt þegar ég hef komið hingað hef ég fengið herbergi samdægurs en það var aldeils ekki að gerast núna. Hér hefur aldrei verið jafn mikið af vestrænum fólki í jóga. Ég hitti gamla vini sem ég fekk að gista hjá eina nótt. Ótrúlegt en satt þá var ég komin með herbergi daginn eftir. Ég hringdi í Meenuh, indversku vinkonu mína og hún var búin að taka frá herbergi fyrir mig í næsta húsi við sig, þessi elska. Mjög gott herbergi, í skugga, með ísskáp, viftu sem lætur ekki eins og þyrla og fínasta klósett. Ég settist niður með Meenhu daginn eftir og spjallaði heilmikið við hana um raunir síðasta árs hjá henni því mikið hefur gengið á. Það var andlát í fjölskyldunni í fyrra þegar ég var hérna og allir að syrgja. Síðan er mamma hennar sem býr í chennai að glíma við geðræn vandamál og Meehna greyjið alveg útkeyrð með dökka bauga undir brúnu augunum sínum. Ég ætla að skrifa pistil um hana í Vikunni þar sem ég skrifa nánar um hvernig Indverjar syrgja og hvernig hennar líf er búið að vera. Nú það var ýmislegt sem ég var búin að ákveða að taka mér fyrir hendur hér í Mysore, að læra á talba trommur og fara í söngtíma. Ég er svo ljónheppin að hafa kynnst frábærum professional tónlistarmönnum sem ég fór á fund með í gær og ég sveif út. Þar voru komnir saman mjög þekktur flautuleikari, talba trommari og fleiri tónlistarmenn og m.a var hringt í söngvara sem átti að kynna mig fyrir. Ég sat þarna og hlustaði á undurfagra indverska tónlist. Síðan mætti söngvarinn. Þvílík rödd sem kom úr þeim manni. Ég husgsaði með mér hvað ég væri ótrúlega lánsöm að sitja þarna og að vera að fara að læra hjá þeim. Ég byrja í næstu viku og get ekki beðið. Einnig ætlar Ravir Shankar, flautuleikarinn að panta fyrir mig hljóðfæri og fleira skemmtilegt. Ég mun koma hlaðin heim:-) og það verður sko spilað og sungið. Tónlist er eitthvað sem allir geta tengt við og fyrir mér er hún eitthvað æðra. Yoga og tónlist, hin fullkomna gleðiblanda. Ég hef ákveðið að koma hingað aftur næsta sumar. Þá eru MIKLU færri jóganemendur og ég ætla jafnvel að taka upp tónlist með þessum tónlistarmönnum. Ég mun líklega bíða með þangað til í sumar að biðja um authorization hjá Patthabi. Finnst vera allt of mikið af fólki núna og ég vil gera þetta í ró og næði. Allavega líður mér þannig núna. Í dag ætla ég í rosalega flott SPA sem opnaði fyrir ári síðan. Ótrúlega fallegur staður sem bíður upp á allskyns meðferðir. Það eru spennandi tímar framundan og ég er mjög ánægð með að hafa ákveðið að fara þrátt fyrir að hafa fundist erfitt að fara frá litla barninu mínu yoga shala. En stöðin er í góðum höndum og alltaf gaman fyrir alla að breyta til. Namaste -Ingibjörg

1 Comments:

At February 18, 2007 at 12:10 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Elsku Inga. Það er gott að lesa hvað þú hefur það fínt og gaman. Vona að þú fáir diplomað núna, hver veit hvað kallinn lifir lengi. Héðan er bara gott að frétta og vinnan er frábær. Bið kærlega að heilsa Víði og hafið það sem allra best. Kveðja Óli K.

 

Post a Comment

<< Home