Sunday, February 25, 2007

Bleika perlan

Það var frí um helgina. Ekkert nudd, ekkert jóga. Kærkomið frí. Síðasta vika var dálítið strembin og næsta vika verður það líka. Enzo brjálaði thai kennarinn hefur verið rosalega góður við okkur. Hann hefur nánast ekkert öskrað á okkur eins og hann er víst vanur að gera. Enda sagði ég við hann áður en ég skráði mig á námskeiðið að ef hann myndi öskra mikið á mig myndi ég verða heyrnalaus. Hann er ótrúlega sérstakur karakter. Ég hef svo gaman að fólki sem er öðruvísi. Hann var eins og margir, í jakkafötunum sínum að selja tryggingar, átti hús, bíl og kærustu. Síðan hélt kærastan framhjá og hirti húsið. Enzo fór til Thailands og féll fyrir thai nuddi. Ég held að hann hafi farið lítið heim, allavega ekki síðustu 14 ár en fór víst heim í fyrra því pabbi hans var að deyja. Hann hafði ekki talað við hann í 20 ár. Maður sér að hann er með heilmikið farteski á bakinu, reiði, vonbrigði......og margt fleira. En ég sé ljúflinginn í honum.
Undan farnar 2 vikur hefur yndisleg Indversk nuddkona komið til mín. Hún er með svo góðar hendur og góða orku í kringum sig. Ég set indverska tónlist á og stundum syngur hún með. Hún hefur mikla ástríðu fyrir nuddi og maður finnur svo sannarlega fyrir því. Ég gaf henni ayurvedic nuddbók. Hún var svo ánægð. Í dag kom hún til mín. Við spjöllum alltaf heilmikið saman. Ég spyr og spyr. Hún t.d heldur ekkert upp á afmælið sitt því hún er ein. Maðurinn hennar dó fyrir 8 árum. Hún er 37 ára og á engin börn. Er sjálfstæð og að safna sér fyrir húsi. Mig langar svo að bjóða henni heim. Hún gæti unnið sér inn góðan pening. Finnst ykkur ekki að ég ætti að bjóða henni heim þegar ég er komin með góða nuddaðstöðu?? Allavega, þegar hún fór tekur hún gullfallegan hring af fingri sér, gullhringur með bleikri perlu og gefur mér. Ég fekk tár í augun. Þetta elska ég. Svona stundir fá mig til að elska Indland. Ég vil líka bjóða Tinu heim. Hún eldar besta mat í heimi. Ég spurði hana í fyrra hvort hún væri ekki til í að koma til Íslands og halda indverskt matreiðslunámskeið. Þá hafði hún aldrei farið í flugvél en nú er hún búin að æfa sig og tilbúin í slaginn. Kannski næsta sumar. Einhverjar uppástungur?? Ég vil líka flytja heim einn flautukennara sem ég er alltaf heima hjá að læra á tabla. Hann heldur 3 daga workshop á indverska flautu og talba kennari á tabla. Þetta gæti verið mjög skemmtilegt fyrir tónlistarfólk heima. Það varð ekkert úr bíóferð þessa helgina. Putti varð veik og fór á spítala en er komin heim. Ég og Víðir hittum indverskan kristin prest sem er með "Mysore hope centre". Hann hjálpar fólki sem líður ílla og er með fullt af börnum hjá sér. Við kíkjum í heimsókn til hans næstu helgi. Ég mun einnig heimsækja munaðarlaus börn með Meenu vinkonu. Ætla að vera duglegri í að láta gott af mér leiða. Takk fyrir commentin. Mér finnst voða gaman að lesa þau.

5 Comments:

At February 25, 2007 at 3:12 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Inga og Víðir. Allt gott að frétta. Vona að þetta komist til skila en síðast virtist það ekki festast. Allir biðja kærlega að heilsa. Óli K.

 
At February 26, 2007 at 10:53 AM, Anonymous Anonymous said...

Hæ elskurnar, gaman að lesa um allt sem þið eruð að gera, frábært ævintýri !!!! Líst vel á að fá allskonar gestakennara, þó kanski náist ekki alveg sama stemming hér og þarna úti !!
Hér eru allir bara þokkalega hressir og sól og blíða úti en samt svolítið kalt. Ástarkveðja, Inga

 
At February 28, 2007 at 1:03 PM, Blogger Addý said...

Hellúú..vá hvað þetta er falleg saga með bleika perluhringinn, yndislegt þegar fólk gefur á þennan hátt;) Mér líst rosalega vel á alla gestina sem þú ætlar að lokka til landsins..bíð spennt eftir að kynnast þessu magnaða fólki;)

kærleikskveðja frá klakanum, Addý.

 
At March 6, 2007 at 1:00 PM, Anonymous Anonymous said...

Elsku Ingibjörg, þetta eru aldeilis ævintýri sem þú ert að lenda í. Held ég segi pass við tímum hjá öskurkennaranum en skrái mig hér með á nudd, matreiðslu og flautunámskeið ;) Knús og kossar til ykkar Þórey

 
At March 6, 2007 at 11:46 PM, Anonymous Anonymous said...

hæhæ ferðalangar í austrinu....

gaman að fá að fylgjast með hvað þið eruð að gera flotta hluta þarna úti..

Það eru nú margir vesturlandabúar sem hafa fært sig alveg svona i austur eins og thai kennarinn þinn... ;)

ég er sko til í fleiri flotta kennara hingað :)
komst í einn tíma hjá Jamie í yogashala... rosa flottur að aðstoða fólkið... alltaf gaman að sjá og upplifa

Bestu kveðjur Billi

 

Post a Comment

<< Home