Daglegt líf í Mysore
Ég byrja daginn á því að fara í jóga kl 7 og er búin um 9. Þá er komið að morgunmat og fer ég oftast til hennar Tínu minnar, sem mig langar svo að bjóða til Íslands til að halda matreiðslunámskeið. Um hálf ellefu fer ég í söngtíma. Eftir söngtímann fer ég í tabla tíma. Það var frekar erfitt í söngtímanum í dag. Þetta er frekar flókið en ég geri mitt besta. Er líka búin að vera að syngja á hverjum degi nánast svo ég er orðin dálítið þreytt í röddinni. Tablatímarnir verða líka flóknari en mjög skemmtilegir samt. Ég er farin að æfa mig heima á trommurnar mínar sem hjálpar til við að muna hvað ég var að gera í tímum. Ég skrifa smá niður, það sem ég skil, því kennarinn talar ekki mikla ensku. Ég fór í Thai nudd í vikunni hjá mjög sérstökum manni. Dálítið intense týpa. Mjög hreinn og beinn. Hann er ítalskur sviss og eitthvað meira. Hann er alveg kominn með nóg af sumum vestrænu jógunum hérna....hehehe og skil hvað hann á við. Hér finnast jógadívur og fólk sem er bara að stunda einhverja fimleika og er bara að sýnast. Einnig eru klíkur hér sem hafa myndast. Þar sem ég hef alltaf komið ein hef ég staðið fyrir utan þetta og verið meira með innfæddum. Ég kem til að vera í orkunni og hjá mínum Gúrú. Elsku Patthabi var að leiða tíma í morgun og stundum þegar hann var að telja í stöðunum sofnaði hann. Dóttir hans ýtti þá aðeins við honum og hann hélt áfram. Verst var að stundum sofnaði hann þegar við vorum í mjög erfiðum stöðum og fólk var farið að vera hálf vandræðalegt. Ég ætla að fara á námskeið í Thai nuddinu í næstu viku og bæta aðeins við nuddþekkingu mína. Það er ekki eins auðvelt að finna góðan kvöldmat hér því það er nánast bara indverskur matur í boði. Þar sem að ég fekk ógeð á þeim mat hef ég verið í smá vandræðum en fengið mér súpur og svona. Ég er reyndar að fá aftur lyst á indverskum sem betur fer. Ég fer yfirleitt að sofa um 10 leytið. Það getur verið að ég fari til Bylakuppe til munkanna um helgina. Ég skila kveðju.
3 Comments:
Hehe sætur kall, bara sofandi í tíma :)
Ég er byrjuð í jóganu, loksins, þetta tók nokkur ár. Æði gaman og sjúklega gott. Er með fullt af harðsperrum á stöðum sem ég vissi ekki að væru til. Kennarinn minn er fyndinn kall, með hárið út í loftið og frekar klár. Maðurinn sem við sendum í stöðina til þín er líka að fíla sig í botn og Becca er að byrja í Ashtanga í skólanum. Þú ert búin að smita okkur - thank you baby!
Óli biður að heilsa, hann er að vinna svo óreglulega að hann hefur ekki enn kíkt á bloggið þitt. Hann er mjög ánægður á nýja staðnum - ég átti að skila því og líka að segja þér að hann kíkir um helgina.
Love you
UE
hahaha minnti mig á litla tælendinginn sem ég var að læra thai nudd hjá... hann átti það til að sofna bara og við gerðum bara einhver kúl nudd/thai trix á hverju öðru...
Rosa gaman að fá að vita hvað þú ert að gera... skemmtileg dagskrá hjá þér :)
bið að heilsa munkunum...
kveðja Billi
Hæ krútta! Gaman að fá að fylgjast með hvaða á daga þína drífur í Indlandi. Allt gott að frétta héðan af eyjunni okkar. Ísold varð eins árs 15. febrúar og ég hélt barnaafmæli í gær (laugardag) fyrir hana. Svona barnaafmæli eru skemmtileg en taka líka heldur betur á.
Knús og kossar frá mér til þín :)
EVA.
Post a Comment
<< Home