Thursday, August 02, 2007

Mikið svakalega hef ég verið löt að blogga. Ég hef bara ekki verið í neinu stuði til þess. En nú er ég komin með þráðlaust net heima hér á Indlandi svo ég hef ekki afsökun lengur. Ég ætla að segja aðeins frá safaríferðinni sem var mjög skemmtileg. Í þriggja klukkutíma fjarlægð í bíl frá Mysore er frumskógur með fílum, tígrísdýrum og fleiri spennandi dýrum. Við lögðum af stað á föstudegi og komum um tvöleitið á áfangastað "casa deep woods" þar sem við gistum. Aðstaðan var mjög fín, allt fullt af bambustrjám sem hljóma svo fallega. Það heyrist eins og brothljóð í þeim þegar vindurinn blæs á þau. Fílar eru voða hrifnir af þessum trjám og koma stundum á nóttinn og rífa upp heilan bambus. Það var lagt af stað í tveggja tíma gönguferð inn í skóg. Leiðsögumaðurinn fæddur og uppalinn í skóginum, þekkir hvern krók og kima, lykt og hljóð. Við sáum fílakúk og hann gat sagt okkur hvað fíllinn var gamall af lyktinni af kúknum. En við rákumst nú ekki á nein dýr í gönguferðinni enda halda dýrin sér frá mannfólki og finna lyktina af okkur í langt langt í burtu. Um nóttina heyrði ég voða mikil læti á þakinu okkar og um morgunin þegar við vöknuðum. Þarna var apafjölskylda að leika sér á þakinu og pínkulítið apabarn. Svo skemmtilegt að fylgjast með þeim. Ég var búin að ákveða að í þessari ferð skyldi ég halda á apa og vitimenn, sú ósk rættist næsta dag. Kem að því hér á eftir. Næst var haldið af stað til Oote sem er háfjallaþorp í klukkutíma fjarlægð. Við fórum mjög hátt upp og útsýnið var ótrúlega flott. Í Oote er rósargarður fagur, gott súkkulaði, svolítið íslenskt veður, smá rigning og ferskt loft, búðir, fullt af olíum eins og Eucaliptus og síðan er þetta þorp virkilega fagurt. Það var mjög gaman að koma þarna. Á leiðinni heim fékk ég alla til að koma með mér að heimsækja dýr sem er eru ættleidd eða á dýramunaðarleysingjahæli. Þar var fullt af þrífættum hundum, hvolpum, ösnum sem fannst ég voða spennandi, apar og ég fékk að knúsa einn í allavega 5 mínútur. Hann gaf frá sér ákveðin hljóð, friendly sound sögðu þeir sem reka staðinn. Hjartað í mér sló hratt og ég var alsæl og skítug. Næsta dag var safaríferðin og við sáum enga fíla, rétt svo í rassinn á einum. En fullt af dádýrum, páfuglum og öpum. En á leiðinni heim sáum við fíla, villisvín og fullt af öpum. Þetta var mjög skemmtileg ferð. Vonandi á ég eftir að fara í safaríferð til Afríku.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home