Ég er komin aftur til Mysore. Liðu aðeins þrír mánuðir á milli frá því ég var hérna síðast. Ég er ekki ein í för. Inga frænka, mammí eins og hún er kölluð hér er með mér og er að koma til Indlands í fyrsta skipti. Það er monsoon. Ég hef aldrei komið hér á þeim tíma. Hér í Mysore rignir ekkert svo mikið. Það rigndi aðeins í nótt, síðan er skýjað og sólin reynir að gægjast inn á milli skýjanna fyrir hádegi. Það er mjög þægilegur hiti og smá gola. Sem sagt ekkert að því að vera hér á monsoon tímabilinu. Við erum með herbergi hjá Ganesh og Anu sem reka internet-mat- gisti stað. Hér sjást myndir af þeim stað. http://www.ashtangayogini.com:80/AshtangaYoga/Mysore/EatingInMysore/AnusBambooHut.html
Við erum að leita að öðru húsnæði. Einhverju aðeins stærra og með eldhúsi því þetta herbergi er aðeins laust til 17. júlí. Allir vinir mínir hér eru að hjálpa okkur þannig að þetta reddast vonandi fljótlega. Við erum búnar að skoða nokkur húsnæði en ekkert sem okkur leist á. Það heilsaði mér indversk stelpa í gær á skemmtilegan hátt: " hæ" ég segi hæ á móti og hugsa með mér hvað hún er nice. Síðan segir hún " þú ert með bólur" Takk fyrir að láta mig vita hugsaði ég og hló.
Indland
Dagbók Ingibjargar
0 Comments:
Post a Comment
<< Home